Mikilvægt er að klæðnaður barna sé þægilegur og í samræmi við veðurfar og greinilega merktur börnunum. Nauðsynlegt er að hafa aukafatnað meðferðis í leikskólann, bæði inni- og útiföt. Í leikskólanum vinnum við með ýmis efni s.s. liti, lím og málningu sem geta farið í föt barnanna. Því er æskilegt að börnin séu ekki spariklædd í leikskólanum. Þau börn sem eru með bleyju koma með þær að heiman. Öll hólf þurfa að vera tæmd á föstudögum til að hægt sé að þrífa þau. Aukafötin sem eiga að vera í körfu og hólfi barnanna eru ; Tvennar nærbuxur , tvennar buxur, tvennir sokkar/sokkabuxur, tveir bolir/peysur, peysa, tvennir auka vettlingar, kuldagalli eða regngalli, þykk peysa, húfa og ullarsokkar. Eins og allir vita er veður mjög rysjótt á Íslandi, hvort sem það er sumar, vetur, vor eða haust. Þess vegna er best að vera við öllu búinn.