news

Þegar við komust ekki út í snjóinn þá tökum við hann inn til okkar.

21 Feb 2019


Þar sem verðáttan er búin að vera misjöfn, þá höfum við ekki alltaf komist út. Um daginn að lokinni ávaxtastund þá voru börnin voða spennt fyrir því að komast út en það var ekki hægt vegna þess að kuldinn var of mikill. En þegar við komumst ekki út í snjóinn þá fáum við hann bara inn til okkar.

Fyrst um sinn voru börnin svolítið vör um sig, þeim fannst þetta hálf skrítið. Sumir urðu voða spenntir og gengu beint til verks á meðan aðrir héldu sig til hlés. Byrjað var á því að kanna snjóinn með bragðskyninu, þau komu við hann og brögðuðu á honum.

Eftir smá tíma í að rannsaka snjónn þá byrjuðu þau að leika með hann. Þau notuðu ýmiss ílát og dollur sem kennarinn hafði fundið til, til þess að moka upp snjónum og færa hann frá einum stað til annars .

Börnum er eðlislagt að rannsaka og kanna heiminn sinn. Börnin sýna nýjum viðfangsefnum mikla athygli og vilja fá að kanna og skoða á eigin forsendum. Mikilvægt er að gefa börnunum svigrúm og tækifæri til þess að kanna og rannsaka umhverfið sitt, þannig þroskast þau og auðlast nýja þekkingu.