news

Söngstund

02 Des 2019

Söngstund er eitt af föstu dagskráliðum hér á Dokku. Söngstundin er alltaf haldin inn í innsta herberginu en þar eru börnin með merkt sæti. Þau voru mjög fljót að átta sig á því að þau ættu að setjast hjá myndinni sinn. Börnin hafa mjög gaman af því að fara í söngstund þó svo þátttakann í stundinni sjálfri er mismikil. Flest öllum lögunum sem við syngjum fylgja ákveðnar handahreyfingar og eru börnin fljót að læra þær. Við stálumst til þess að byrja að syngja jólalögin um miðjan nóvember þar sem svona lítil kríli þurfa sinn tíma til þess að læra þau. Vinsælustu lögin hjá þeim þessa dagana eru ,,Adam átti syni sjö“ og ,,Í skóginum stóð kofi einn“.


Í lok hverjar söngstundar eru alltaf tekin sömu tvö lögin, ,,Allur matur á að fara“ og ,,Við erum svangir krakkar á leiðinni í mat“. Að því loknu dregur kennarinn mynd af einu barni í einu en það barn má fara fram og setjast við matarborðið. Þetta gerum við til þess að æfa þau í þolinmæði og að bíða eftir að röðin komi að þeim. Það tók þau smá tíma í byrjun að átta sig á því að þau voru ekki að missa af neinu þó svo þau fengu ekki að fara fyrst en í dag eru þau öll orðin rosalega dugleg og bíða í sætinu sínu þangað til myndin þeirra kemur.