news

Könnunarleikurinn

22 Okt 2018

Eitt af því skemmtilegasta sem börnin gera hér á Bót er að fara í könnunarleikinn. Könnunarleikurinn er ákveðin aðferð við leik sem byggist á rannsóknarþörf barna, og nota þau öll skynfæri sín til að rannsaka og uppgötva efniviðinn. Hjá okkur eru þau oftast þrjú saman þegar þau fara í leikinn, þó elstu börnin séu fimm í hóp. Það er mikilvægt að hafa ró og næði og þess vegna eru þau fá saman í einu. Efniviðurinn er allskonar hlutir sem falla til, t.d. lok af dósum, bein af sviðum, plasthólkar, dollur, o.s.frv. Börnin fá að skoða og rannsaka efniviðinn að eigin frumkvæði og á eigin forsendum. Hlutverk kennarans er aðallega að fylgjast með og skrá en einnig að styðja og aðstoða barnið. Tiltekt er stór hluti af leiknum og mikilvægt að gefa börnunum tíma til að setja hlutina á sinn stað í lok leiksins.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir úr könnunarleiknum :)