news

Myndlistasýning um páskana

12 Apr 2019

Hin árlega myndlistasýning Sólborgar er haldin um páskana. Bót er með sína sýningu í Vélsmiðjunni Þrym í Aldrei fór ég suður götu. Þar er hægt að sjá þemaverkefnið okkar, sem í vetur snerist um hrafninn. Við höfum rannsakað hrafninn mjög mikið í vetur og enduðum verkefnið okkar á að búa til krummalistaverk, sem sjá má á sýningunni okkar. Við viljum hvetja alla til að gera sér leið þarna framhjá og skoða skráninguna af verkefninu og listaverkin. Börnin hafa verið mjög áhugasöm og drífandi í þessu verkefni, og erum við núna með 16 krummasérfræðinga á deildinni :)