news

Upplifun með snjó

23 Nóv 2018

  • Um daginn þegar við fengum snjó, þá tókum við smá inn svo börnin gætu rannsakað, upplifað og leikið sér með hann. Börn á öðru aldursári læra mjög mikið í gegnum það að upplifa efniviðinn með öllum líkamanum. Þau horfa, snerta, smakka, henda og ganga á honum. Þannig læra þau á eigin forsendum hvernig efniviðurinn virkar, hvað er hægt að gera við hann og hvernig þeim líkar við hann. Hér átti sér stað mjög skemmtilegur skynfæraleikur. Í gegnum leik lærir barnið að þekkja sig sjálft og að byggja upp traust og virðingu, barnið lærir einnig hvað það er fært um að gera í áskorunum . Í gegnum leik læra börnin að leika við hvort annað og að mynda vinskap, börnin hafa áhuga á leik hvors annars. Þegar að ung börn leika við hlið hvors annars þá er það ekki aðeins þeirra eigin leikur sem þau hafa áhuga á heldur einnig leikur annara. Frjáls leikur er mikilvægasta námsleið ungra barna og það gefur þeim mikið að fá nýjan og spennandi efnivið til að skoða sjálf og til að deila með hópnum.