news

Útinám

08 Apr 2019

Við á Bót ætlum að leggja áherslu á útinám núna í vor og sumar. Við leggjum upp með að hver hópur fari a.m.k. einu sinni í viku í útinám í nágrenni leikskólans, stundum hluti af hópnum og stundum allur hópurinn. Það að fara í útinám getur verið mjög krefjandi og lærdómsríkt. Það er mikil líkamsrækt að fara í gönguferð og heilmikil upplifun að skoða umhverfið og náttúruna hér á Torfnesi. Jónsgarður er handan við hornið og þar er margt spennandi og ævintýralegt fyrir börnin að skoða.