news

Dagur leikskólans

07 Feb 2019

Í tilefni af degi leikskólans buðum við foreldrum og gestum að koma til okkar í útiveru. Við vorum með ýmsa leiki og fórum m.a. í æsispennandi boðhlaup milli barna og fullorðina. Lékum okkur með fallhlís sem var töluvert krefjandi í rokinu. Síðan var boðið upp á útikakó með rjóma og kringlur með. Takk fyrir komuna öll sömul, við erum mjög ánægð með daginn og að geta kynnt útistarfið okkar.