news

Haustið fer vel af stað

10 Okt 2019

Já haustið hefur svo sannarlega verið dásamlegt og við verið dugleg í útináminu. Útinámið er svo frábær leið til að kenna börnum á umhverfi sitt. Við tölum mikið um nöfn og örnefni í bænum okkar og förum á alla mögulega staði til að kanna og rannsaka. Í útináminu eru börn einnig að efla líkamlegan þroska, auka þol og styrk. Við höfum gleði og jákvæðni í forgrunni enda ekki annað hægt þegar maður getur verið úti í náttúrunni alla daga og í öllum veðrum. Hlökkum til spennandi vetrar