news

Hugrekki

29 Jan 2019

Svona veður eins og var í morgun er tilvalið til að æfa okkur í hugrekki. Það er líka nauðsynlegt að kunna að vera úti í öllum veðrum og hafa gaman af því. Í dag fórum við í ævintýraferð með það markmið að njóta veðursins og því sem það hafði uppá að bjóða. Fundum fljótt að það voru allskona skaflar á vegi okkar sem gaman var að leika í, hoppa í og þola smá snjó í andlitið. Það var sannarlega hugrakkur hópur á ferðinni í dag.