news

Útinámið á fallegum vetrardegi

12 Mar 2019

Guli hópur var í útinámi í gær, það var fallegur en kaldur dagur. Við héldum til fjalla að kanna hvað við finndum skemmtilegt í náttúrunni. Fyrir ofan Hjallaveg fundum við læk í klakaböndum sem gaman var að skoða. Þegar við komum svo að Stórurðinni sáum við að það væri stutt í sólina ef við færum upp garðin svo við skelltum okkur þangað líka. Náttúran okkar er svo fjölbreytt og skemmtileg.