Árið 2008 komu út ný lög um leikskóla þar sem gert er ráð fyrir aukinni ábyrgð og áhrifum foreldra á menntun og velferð barna sinna, auk þess að hvetja starfsfólk leikskólans til enn meiri samvinnu við foreldra.

Kjósa skal foreldraráð og í foreldraráði skulu að lágmarki sitja þrír foreldrar. Leikskólastjóri hefur frumkvæði að kosningu og starfar með foreldraráði. Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsögn til leikskólans s.s. um skóladagatal og ef það verða meiriháttar breytingar á leikskólastarfinu.

Foreldrafélag Sólborgar eru síðan samstarfsvettvangur foreldra sem eiga börn í leikskólanum, til að koma á framfæri skoðunum foreldra við skólastjórnendur og sjá um að skipuleggja foreldrastarfið í skólanum m.a. með því að styðja við starf deilda. Fulltrúar foreldrafélagsins gegna mikilvægu hlutverki í því að efla og styrkja samstarf foreldra, kennara og barna innan hverrar deildar. Fulltrúar mynda svokallað stjórn foreldrafélags.

Starfandi foreldrafélag hefur haldið utan um ýmsar uppákomur í leikskólanum í samráði við leikskólann, t.d. utanaðkomandi leiksýningar fyrir börnin, jólagjafir frá jólasveininum, gjafir til leikskólans.

Einn áheyrnarfulltrúi frá foreldrafélögum Ísafjarðarbæjar situr fundi fræðslunefndar og er talsmaður foreldra við Skóla- og fjölskyldusvið.