news

Endurnýja þarf umsóknir á niðurgreiðslu á leikskólagjöldum um áramót

09 Des 2019

Þeir foreldrar í Ísafjarðarbæ sem hafa notið niðurgreiðslu af leikskólagjaldi þurfa að endurnýja umsóknir sínar um hver áramót. Þeir sem eiga rétt á slíkri niðurgreiðslu á leikskólagjöldum eru einstæðir foreldrar og námsmenn. Leggja fram vottorð frá sýslumanni um að viðkomandi sé að fá meðlag eða foreldrar leggi fram staðfestingu frá skóla um að þeir séu báðir í námi.

Umsóknir má nálgast á heimasíðu Ísafjarðarbæjar,

http://www.isafjordur.is undir liðnum „umsóknir og eyðublöð“ eða inn á „mínar síður“.

Allar nánari upplýsingar gefur Guðrún Birgisdóttir skóla og sérkennslufulltrúi, Skóla- og tómstundasviði Ísafjarðarbæjar, netfang: gudrunbi@isafjordur.is

sími 450 8000