news

ATH -Breytt skipulag v. COVID-19 á leikskólanum Sólborg -Torfnesi.

18 Mar 2020

Eftir að hafa byrjað leikskólastarfið á Sólborg út frá þeim viðmiðum sem yfirvöld settu í kjölfar samkomubanns höfum við, í samráði við sóttvarnarlæki, komist að því að skipulagið er ekki nógu öruggt. Þar vegur þyngst að hóparnir hjá börnunum á Torfnesi skarast of mikið, nánar til tekið að hóparnir inni á deildum hittast og eru í snertingu hver við annan í allt of miklum mæli. Því þurfum við að endurvinna okkar viðbrögð á leikskóladeildunum okkar þar. Eftir að hafa velt öllum steinum við og rætt útfærslur sem koma hvað best út til þess að fækka mögulegum smitleiðum á Torfnesi þá verðum við að hafa hópana minni og því þurfum við að hafa skipulagið út frá því að hver hópur komi annan hvern dag frá og með fimmtudeginum 19. mars. Fyrirkomulagið verður þannig að helmingur af nemendum og kennurum á hverri deild á Torfnesi mætir hverju sinni. Hina dagana eru kennarar heima í undirbúning. Deildarstjórar senda út nánara skipulag á eftir.tvö aðskilin svæði, tvær starfsstöðvar. Það verður ekki hægt að labba innanhúss á milli deilda. Við viljum biðja foreldra um að tæma fatahólf daglega(á Torfnesi) en aukaföt mega áfram vera í körfunni upp á hillu. Það er ekki hægt að fara með vinum heim af leikskólanum þvert á hópa. Foreldrar verða að huga að því hvernig þeir útfæra heimsóknir og samgang vina eftir leikskóla.Foreldrar geta sótt um forgang á leikskólapláss og er það gert í gegnum www.island.is Nú þegar eru nokkrar umsóknir komnar sem verið er að skoða. Eins og staðan er núna höfum við hvorki pláss eða starfsfólk til að vera með forgangsbörn á sérsvæði í leikskólanum, en það verður fundin lausn ef sú staða kæmi upp. Forgangur er flokkaður í fjóra flokka A,B,C,D. Flokkur A ef foreldrar eru báðir á forgangslista. Flokkur B er þegar annað foreldri er á forgangslista. Flokkur C eru börn með sérþarfir og flokkur D eru aðrir.Að því sögðu gerum við okkur fulla grein fyrir því að þetta kemur sér illa fyrir foreldrahópinn en við verðum að leggja öll okkar lóð á vogarskálarnar til að framfylgja fyrirmælum um að fækka smitleiðum í starfi leikskólans. Það hefur sannað sig í aðstæðum sem þessum að við eigum frábæran foreldrahóp sem hefur sýnt okkur mikinn skilning og góðan stuðning. Með því að styðja og hvetja hvert annað komumst við í gegnum þetta saman.Mikilvægt að fylgjast áfram vel með upplýsingum frá leikskólanum eins og fram hefur komið í fyrri póstum og senda póst til mín og/eða á deildarstjóra ef þið hafið einhverjar spurningar,eða ef eitthvað er óljóst.

Virðingarfyllst,Helga leikskólastjóri.