news

Aðgerðir til að mæta 10 manna samkomubanni

25 Mar 2021

Góðan daginn kæru foreldrar/foreldri.

Fréttir dagsins í gær voru alls ekki góðar og flestir slegnir yfir þessum aðgerðum…… EN saman erum við sterk.

Ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar leit dagsins ljós seinnipartinn í gær. Þar kemur m.a. fram að foreldrar skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til. Leikskólinn þarf því að gera breytingar til að geta framfylgt þessum hertu aðgerðum. Þær taka gildi frá morgundeginum 26.mars og gilda til og með 31.mars 2021.

Opnunartími :

Tangi opnar 7.45 og lokar kl. 16.00. Tekið er á móti nemendum við hurð og þeim skilað úti í lok dags. Foreldrar verða að passa upp á 2 metra regluna í upphafi og lok dags og bíða ef ekki er hægt að tryggja hana, nota andlitsgrímu.

Leikskólinn lokar kl. 16.00 svo starfsmenn geti sótthreinsað í lok dags.

Torfnes :

Deildarstjórar senda foreldrum póst þar sem við verðum að stýra umferðinni í upphafi og loka dags líkt og við gerðum síðast þegar þetta skall á okkur. Tíminn er tvískiptur þ.e. einn hópur mætir 7.50 – 15.40 og hinn hópurinn mætir 8.00-15.50. Foreldrar nota andlitsgrímur.

Leikskólinn lokar kl. 15.50 svo starfsmenn geti sótthreinsað í lok dags.

Foreldrar fá endurgreiðslu á leikskólagjöldum sem nemur þeirra skerðingu líkt og var síðast.

Ef foreldrar koma með nemendur seinna að morgni eða sækja fyrr þá þarf að hringja í símanúmerið á viðkomandi deild og láta vita svo tekið sé á móti barninu eða það sé haft tilbúið til heimferðar.

Þeir foreldrar sem ætla að halda börnum sínum heima fram að páskaleyfi eru vinsamlega beðnir um að láta vita með því að svara þessum pósti. Það er mikilvægt að vita það upp á innkaup á mat (matarsóun).

Það eru búin að vera mikil og löng veikindi í gangi meðal nemenda og kennara, þó þau séu núna í rénum meðal nemenda, enn eru nokkrir starfmenn veikir. Því vil ég árétta það svo við þurfum ekki að grípa til þess að senda hópa heim sökum manneklu, að foreldrar mæti ekki með börn sín í leikskólann með hósta og kvef, passi enn betur upp á allar sóttvarnir.

Ég veit að fyrirvarinn er stuttur en ég vona og veit að þið sýnið því skilning.Við erum að framfylgja því sem okkur ber að gera samkvæmt lögum.

Ég sendi út annan póst fyrir fyrir páska því þá ætti vonandi að liggja fyrir hvernig næstu skref verða þegar við opnum aftur eftir páskaleyfi.

Með kærri kveðju til ykkar allra, Helga leikskólastjóri.