news

Afsláttur á leikskólagjöldum v. Covid-19.

25 Mar 2020

Vegna aðstæðna sem uppi eru í samfélaginu vegna Covid-19 hefur Ísafjarðarbær ákveðið eftirfarandi leiðir:

Leikskólar

Leikskólagjöld frá 16.mars og í aprílmánuði 2020 taka breytingum í samræmi við veitta þjónustu:

  • Ekkert gjald verður innheimt fyrir barn sem foreldrar hafa heima á tímabilinu. Niðurfelling fæst aðeins ef fjarveran er samfelld og/ eða reglubundin. Nauðsynlegt er að tilkynna fjarveruna til stjórnenda viðkomandi leikskóla.

  • Ekkert gjald verður innheimt fyrir barn í leikskóla sem er lokað á tímabilinu.

  • 50% gjald fyrir barn sem er annan hvern dag í leikskóla á tímabilinu.

  • 100% gjald fyrir barn sem er alla daga í leikskóla vegna forgangs.

  • Veittur er afsláttur vegna skertrar opnunar leikskólans.

Leiðrétting á skertri þjónustu frá 16.mars fer fram samhliða útgáfu á reikningi aprílmánaðar.

Foreldrar sem hafa ákveðið að hafa börn sín heima á meðan á samkomubanni stendur og hafa ekki látið vita eru vinsamlega beðnir um að senda upplýsingar á netfangið solborg@isafjordur.is

Virðingarfyllst,

Helga leikskólastjóri.