news

Dagur leikskólans 6. febrúar 2021

04 Feb 2021

Dagur leikskólans er haldinn 6. febrúar en að þessu sinni ber daginn upp á laugardag. Þetta verður í 14. skipti sem þessum skemmtilega degi er fagnað.Sjötti febrúar er merkilegur dagur í sögu leikskólans því það var á þessum degi árið 1950 sem frumkvöðlar leikskólakennara stofnuðu fyrstu samtök sín, eða fyrir sléttum 70 árum. Haldið er upp á daginn til að vekja athygli á því frábæra starfi sem fram fer í leikskólum landsins.

Í leikskólanum Sólborg ætlum við að halda upp á daginn með því að deila með ykkur þessu skemmtilega myndbandi sem var útbúið árið 2017. Einnig viljum við benda á myndbandið af útinámi sem er hér á síðunni undir annarri frétt.