news

Kveðjum samstarfsmann

22 Júl 2019

Fyrir sumarfrí leikskólans, kvöddum við samstarfsmann eftir 34 ár í starfi hjá leikskólum Ísafjarðarbæjar, fyrst á Hlíðarskjóli og síðan við leikskólann Sólborg. Þó svo Gígja Harðardóttir hafi hætt vegna aldurs, er hún full frísk og fær í flestan sjó. Mikill missir er af henni bæði hvað varðar vinnusemi og fróðleik. Henni til heiðurs buðum við starfsfólki upp á kaffi og köku. Einnig fengum við gesti í heimsókn sem afhentur Gígju smá þakklætisvott fyrir vel unnin störf og ósk um velfarnaðar í komandi framtíð.

Við þökkum Gígju fyrir farsælt samstarf í gegnum tíðina.

Leyfum nokkrum myndum að fljóta hér með.

Helga og Gígja

Gígja, Helga leikskólastjóri, Margrét sviðstjóri skóla og tómstunda svið og Guðmundur bæjarstjóri