news

Meira um forgangshópa

23 Mar 2020

Nú hefur verið ákveðið að þau börn sem þurfa á forgangsþjónustu að halda í leikskólanum mega mæta alla daga í leikskólann. Þau verða ekki í sér rými heldur á sinni deild og blandast báðum barnahópunum sem mæta sitt hvorn daginn. Tangi er með óbreytta starfssemi áfram og þar geta allir nemendur mætt alla daga en með skertan tíma.

Við erum núna komin með forgangslista no7 en þar hefur almannavarnadeild ríkislögreglustjóra skilgreint hvaða starfshópar hafi forgang um aukna leikskólaþjónustu.

Forgangur er flokkaður í fjóra flokka. A = Báðir foreldrar á forgangslista. B = Annað foreldri á forgangslista. C = Börn með sérþarfir. D = Aðrir.

Foreldrar þurfa að sækja um forgang á miðvikudögum inn á www.island.is fyrir vikuna þar á eftir. Ég verð svo í sambandi við hver og einn þegar umsókn hefur borist.

Ég vil árétta tilmæli sóttvarnarlæknis til foreldra um að halda vinahópum aðgreindum eftir skóla (sjá póst sem ég sendi á föstudaginn sl).

Einnig vil ég benda á flotta fésbókarsíðu sem heitir Babbl og spjall-málþroski barna.