news

Mögulega þarf að endurskoða skipulagið ??

17 Mar 2020

Að höfðu samráði við Stefaníu Ásmundsdóttir sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs þarf leikskólinn mögulega að endurskoða sitt skipulag í samráði við sóttvaralækni í sveitarfélaginu. Við bíðum leiðbeininga og álits á því skipulagi sem unnið er eftir í dag. Frekari upplýsingar birtast á heimasíðu skólans og í pósti til ykkar þegar upplýsingar liggja fyrir og verður brugðist við ef þurfa þykir. Þið fáið upplýsingar um leið og þær liggja fyrir. Það sem við getum ekki alveg framfylgt er að skilja nemendur alltaf að í minni hópum/sama hópnum allan daginn. Það á það sérstaklega við í kringum hvíldartímann, útiveru á lóð hér á Torfnesi. Því er gott að fá álit svo við séum að fara eftir þeim fyrirmælum sem okkur ber. Við viljum vanda okkur í þessu flókna verkefni og ekki taka neina áhættu með neitt nema að höfðu samráði við þá sem best þekkja til.Með kærri kveðju og þökk fyrir góðan skilning í þessu stóra verkefni ,leikskólastjóri.