news

Námskeiðsdagur leikskóla Ísafjarðarbæar, 6. September kl 8:00 -16:00

29 Ágú 2019

Dagskrá :

8.00 – 8.55 Deildarfundir, Starfsfólk mætir á sína deild.


9:00 -12:00 Hversu góður er leikskólinn okkar?


Helga Harðardóttir kennsluráðgjafi ásamt stjórnanda frá leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki verða með erindi og upprifjun á sjálfsmatskerfinu „Hversu góður er leikskólinn okkar?“ sem var kynnt fyrir leik- og grunnskólum Ísafjarðarbæjar fyrir 2 árum síðan. Þá ákváðu leik- og grunnskólar Ísafjarðarbæjar að taka upp nýtt matskerfi með áherslu á að meta ákveðna þætti skólastarfsins kerfisbundið. Matið sem er unnið samkvæmt skoskri sjálfsmatsaðferð sem kallast „How good is our early learning and childcare?“ og gefin var út í Skotlandi árið 2016. Aðferðin nefnist á íslensku, „Hversu góður er leikskólinn okkar?“ Með þessari aðferð gerir starfsfólk leikskólana sér betur grein fyrir að matið sé hluti af aðferðum til að bæta skólastarfið fyrir börnin og foreldra þeirra. Fjölbreyttar aðferðir eru notaðar í samskiptum við börnin, samstarfsfólk og foreldra. Við leitumst við með þessu sjálfsmati að byggja upp sameiginlegan skilning á sterkum þáttum skólastarfsins og greinum hvar tækifæri okkar til umbóta liggja. Þannig getum við stuðlað að stöðugum umbótum og framförum í þroska barnanna. Nám í gegnum leik er þó alltaf kjarninn. Matsaðferðin er bæði samstarfsmiðuð ogumbótamiðuð. Gert er ráð fyrir þátttöku allra starfsmanna í matinu..

Smá kaffihlé upp úr 10:00.


12:00-13:00 Hádegishlé. Matur í Edinborg


13:00-15:30/16:00 Vellíðan á vinnustað

Helena Jónsdóttir sálfræðingur á Ísafirði verður með fyrirlestur um vellíðan á vinnustað, álag og streitu og viðbrögð við henni.


Smá kaffihlé upp úr 14:00