news

Rauður dagur í desember

23 Nóv 2018

5. desember 2018 er rauður dagaur

Undanfarin ár höfum við í leikskólanum verið með litaþema nokkra mánuði á ári. Síðast núna í október þar sem litaþemað var bleikur eins og meirihluti þjóðarinnar.

Að því tilefni reynum við að skreyta leikskólann svolítið og reynum að koma í ákveðnum lituðum fötum í leikskólann, einnig erum við með sérstakan dag þar sem við veljum að klæðast þemalit þess mánaðar að einhverju leiti eða jafnvel frá hvirfli til ilja.

Í október var bleikur, þemalitur okkar eins og í langflestum skólum og vinnustöðum landsins. Okkur láðist að hafa litadag nú í nóvember. En í staðinn ætlum við að koma sterkt inn í desember og hafa litadag 5. Desember og að sjálfsögðu á það að vera rauður litur.

Börnin mega koma í rauðum fötum og með rauðar skotthúfur eða bara eins og hugurinn girnist. börn og kennarar munu skreyta leikskólann allan desember og byrjum við á því að setja upp jólaseríur fyrir fyrsta sunnudag í aðventu. Við munum einnig byrja syngja jólalögin í lok nóvember.