news

Sólborgarfréttir 11.05.

11 Maí 2020

Mánudaginn 11. maí n.k.fylgjum við landslínunni í samkomubanni og fer viðmiðið úr 20 upp í 50 manns sem mega vera saman í einu.

Fjöldatakmarkanir gildi ekki um nemendur og því mega þau leika saman inni og úti á lóð.Við munum fara varlega af stað og halda áfram með handþvott og sótthreinsun og biðjum við foreldra um að halda því einnig áfram heima.

Foreldrar þurfa áfram að virða 2 metra fjarlægðamörkin og passa vel upp á þau í upphafi og lok dags þ.e. þegar verið er að koma með nemendur og sækja.Ef það eru margir inni í fataklefa/herbergi í upphafi og lok dags þá vinsamlega hinkrið smá stund. Við ætlum að bjóða þeim foreldrum sem það vilja á Bót og Króki að nýta sér það að koma inn í leikskólann með því að fara inn um hliðin á lóðinni og koma þá beint í fataklefann. Hliðin eru alltaf opin.

Við vitum að 2 metra reglan verður mesta áskorunin fyrir okkur fullorðna fólkið að halda. Hún er mjög mikilvæg áfram því þetta er alls ekki búið og við viljum alls ekki þurfa að fara aftur í fyrri takmarkanir. Því vil ég hvetja alla foreldra til að hlýða Víði áfram.