news

Sólborgarfréttir 20.05.

20 Maí 2020

Góðan daginn kæru foreldrar/foreldri.

Þá er sumarið alveg á næsta leiti með öllu því skemmtilega sem því fylgir s.s. meiri útivera og útinám.

Skóladagatal fyrir skólaárið 2020-2021 verður sett hér inn á heimasíðuna. Foreldrar nemenda á Nausti sem byrja á Tanga í ágúst fengu skóladagatal sent í gær ásamt upplýsingum um kynningarfund 16.júní á Tanga. Það er með sömu starfsdögum og starfsmannafundum og margt það sama og hér á Torfnesinu, en samt eru þar nokkrar uppákomur sem eru öðruvísi en hér á Torfnesinu s.s. hausthlaup og fleira.

Leikskólagjöld eru borguð fyrirfram fyrir hvern mánuð. Þau voru ekki innheimt í maí vegna Covid-19 og skertar leikskólagöngu frá 16. mars sl. Foreldrar áttu inni sem nemur einum mánuði í gjöldum, nema þeir foreldrar sem nýttu forgangsvistun. Leikskólagjöld í júní eru skert sem nemur þremur dögum í maí vegna skertar opnunar á Torfnesinu. Það á ekki við um nemendur á Tanga þar sem þau gátu mætt alla daga.

Þeir foreldrar sem nýttu forgangsvistun borga fyrir þá stöku tíma sem þeir nýttu,stakar máltíðir og hádegismat að frádregnum 3. dögum í maí (nema þau á Tanga sem nýttu forgangsvistun) með leikskólagjöldunum í júní. Í júlí er ekki innheimt fyrir leikskólagjöld þar sem það er sumarleyfismánuður.

Starfsmannafundur : Það hafa allir fundir færst til hjá okkur síðan í mars vegna Covid-19, en það verður starfsmannafundur föstudaginn 12. júní. Leikskólinn lokar þann dag kl. 12.00.

Bestu kveðjur Helga leikskólastjóri.