news

Sólborgarfréttir 3. apríl 2020.

03 Apr 2020

Góðan daginn kæru foreldrar/foreldri.

Nú hefur leikskólinn verið lokaður í tvo daga. Í næstu viku mæta nokkrir nemendur sem hafa fengið samþykktan forgang, líka nemendur frá Tanga því við sameinumst hér á Torfnesinu upp á mat ,annað. Nemendum er skipt upp í tvo litla hóp, yngri saman á Dokku og eldri saman á Nausti. Leikskólinn verður opinn frá kl.7.45 - 15.30 þessa daga.

Ég vil minna foreldra á að sækja um forgang fyrir vikuna eftir páska, í síðasta lagi á þriðjudaginn þ.e. 7.apríl svo hægt er að fara yfir umsóknir og samþykkja fyrir páskaleyfi. Það mun væntanlega skýrast fljótlega eftir helgi hvort þetta herta samkomubann verði áfram eftir páska.

Í næstu viku átti að vera starfsmannafundur frá kl. 12.00 miðvikudaginn 8. apríl en honum hefur verið frestað um óákveðinn tíma í ljósi aðstæðna. Leikskólinn er því opinn allan þann dag fyrir forgangshópa.

Með kærri kveðju og góða helgi til ykkar allra - hafið það sem best.