news

Takmörkun á skólahaldi til 15.04.

31 Mar 2021

Góðan daginn kæru foreldrar. Það verður óbreytt staða hjá okkur fram til 15.04, því miður.

Þetta kemur fram í reglugerð fyrir leikskóla :

Leikskólar

Engin fjölda- eða nálægðartakmörkun gildir um börn á leikskólaaldri.

Hámarksfjöldi fullorðinna er 20 manns í rými, en starfsmenn mega fara milli rýma.

Starfsfólk skal virða 2 metra fjarlægðarreglu sín á milli en nota grímu ella.

Viðburðir eru heimilir í skólastarfinu með þátttöku nemenda og starfsfólks en engum utanaðkomandi.

Foreldrar og aðstandendur skulu ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til og skulu þá nota andlitsgrímu.