news

Þörf á sumaropnun ?

30 Apr 2020

Kæru foreldrar

Ísafjarðarbær hefur ákveðið í ljósi erfiðra aðstæðna vegna Covid-19 að koma til móts við barnafjölskyldur og skoða hver þörfin sé á að halda sumaropnun í leikskólum Ísafjarðarbæjar.

Hver og einn leikskóli útfærir opnuna eftir þeim dögum sem lokað var vegna Covið-19.

Flest börn leikskólanna hafa nú vegna lokun leikskólanna í apríl, náð 4 vikna lögbundnu samfeldu sumarorlofi barna. Þetta á þó ekki við um þau börn sem fengu neyðarvistun í lokuninni.

Þeir foreldrar sem óska eftir vistun fyrir börnin sín í júlí eru beðnir um að hafa samband við leikskólastjóra í síðasta lagi fyrir miðvikudaginn 6. maí.

Með bestu kveðju

Guðrún Birgisdóttir, Skóla- og sérkennslufulltrúi.

Viðbót við frétt

Þeir foreldrar sem þurfa að nýta leikskólavist í sumarlokuninni sem er frá 06.07-31.07, eru vinsamlega beðnir um að senda upplýsingar um það á netfangið solborg@isafjordur.is

Mikilvægt er að taka það fram hvort þörf er leikskólavist allt tímabilið eða hluta þess og gefa upp dagsetningar.

Með kærri kveðju,Helga leikskólastjóri.