news

Vegna óveðursspár 14.02.

13 Feb 2020

Leikskólinn verður opinn á morgun að öllu óbreyttu. það er spáð leiðindaveðri og því vil ég biðja foreldra um að fara með gát og kynna sér færð og veður áður en lagt er af stað. Ef það kemur til lokunnar þá fáið þið póst um það. Það verður einnig tilkynnt hér á heimasíðunni. Ef það þarf að loka á opnunartíma þá er hringt í foreldra. Almenna reglan er sú að stofnunum Ísafjarðarbæjar er ekki lokað nema algjöra nauðsyn beri til. Bestu kveðjur, leikskólastjóri.