news

Brunaæfing á Torfnesi

16 Ágú 2022

Slökkviliðið koma kl. 9.50 við byrjuðum með því að setja viðvörunarbjölluna í ganga og þá var neyðaráætlunin virkjuð. Öll börnin voru vel undirbúin og vissu þau upp á hár hvað átti að gera. Allir voru komnir í pollabuxur og skó. Þegar bjallan hringdi vissu allir að fara átti í röð við neyðarútganginn á sinni deild og gengið var í halarófu yfir á Hlíf í (miðjuna), þar var farið yfir tékklista og aðeins talað um það sem við upplifðum. Við létum síðan vita að allt hafi farið vel og æfinginn hafi heppnast vel. Í lokinn förum við svo yfir á leikskólalóð og förum í pollajakka og höfum það gaman þar sem slökkviliðið var búið að setja upp slöngur sem sprautaði vatni yfir okkur, við fengum að hlaupa í geng um og svo þeir sem vildu fengu að sprauta úr slöngu með hjálp frá einum slökkviliðsmanni.

Sjá myndir hér að neðan ?