news

Dagur leikskólans 6. febrúar 2022

03 Feb 2022

Dagur leikskólans er haldin hátíðlegur 6.febrúar ár hvert. Þetta er merkisdagur í sögu leikskóla því það var á þessum degi árið 1950 sem frumkvöðlar leikskólakennara stofnuðu fyrstu samtök sín. Haldið er upp á daginn til að vekja athygli á því frábæra námi og starfi sem fram fer í leikskólum landsins.

Í leikskólanum Sólborg ætlum við að halda upp á daginn föstudaginn 4. febrúar á margvíslegan hátt m.a. með því vekja athygli á því skemmtilega þróunarverkefni sem við erum að taka þátt í með stuðningi og ráðgjöf frá Menntamálastofnun- Snemmbær stuðningur - læsi til framtíðar. Elsa María sérkennslustjóri sem er læsistjórinn okkar í þessu verkefni, en einnig koma að þessari undirbúningsvinnu allir deildarstjórar og stjórnendur skólans. Markmiðið er að skoða hvað við erum að gera og hvað við getum gert betur,skoða sérstöðu skólans,útbúa handbók og virkja alla starfsmenn og foreldra til þátttöku. Elsa María hefur sett inn kynningu á verkefninu á heimasíðunni okkar og mun senda ykkur líka í pósti. Hver deild á Torfnesi ætlar að senda ykkur í netpósti myndir frá tíma í markvissri málörvun. Eftir hádegi verður útikakó á lóðinni. Á Tanga verður gestum og gangandi boðið upp á heitt kakó og piparkökur á Silfurtorgi. þar hafa nemendur verið að útbúa kynningarspjöld um námsþætti sem unnið er með í leikskólanum okkar. Það er viðeigandi að deila með ykkur þessu skemmtilega myndbandi sem var útbúið árið 2017 og sýnir vel starfið okkar. Einnig vil ég benda á myndbandið af útinámi sem er hér á síðunni undir annarri frétt. Í leikskóla er gaman.........kær kveðja, Helga leikskólastjóri.