news

Styðjandi leiðir og hugmyndir til að efla málþroska og boðskipti.

12 Des 2022

Hér fyrir neðan eru ýmsar hugmyndir sem hægt er að gera með börnum til að efla og þjálfa hljóðkerfisvitund þeirra og styðja við málörvun og færni þeirra í daglegum athöfnum. Þetta er kannski meira hugsað sem verkefni fyrir 3 ára og eldri og mikilvægt að velja og hagræða að getu hvers og eins. Ég hvet samt alla til að lesa þetta þó langt sé til að átta sig á mikilvægi og nýta sem hvetjandi efnivið fyrir okkur öll.

Með hljóðkerfisvitund er átt við þann hæfileika að geta hugsað og talað um hljóðkerfi málsins. Börn verða að vita að málið hefur ákveðið form sem kallast hljóð, orð og setningar. Hljóðin eiga sér síðan fyrirmynd sem heita stafir.Það er mikilvægt að þjálfa hljóðkerfisvitundina og stuðla að aukinni lestrarfærni hjá börnum. Öll börn hafa gaman af að leika sér með málið, með því að fást við skemmtileg verkefni.

Málhömlun og vandamál tengd hljóðkerfisvitund endurspeglast oft í lestrarörðugleikum síðar meir, en með því að þjálfa hljóðkerfisvitund barna á leikskólaaldri getur komið í veg fyrir vanda síðar meir.

 • Rím – er að leika sér með orð sem hljóma eins. Hæfileikinn til að geta áttað sig á rími byggir á því að þekkja úr orð sem ekki ríma og að geta búið til rím. Rím dregur athygli barnsins að hljóðasamsetningu orðsins og örvar þannig vitund barnsins fyrir því að orð hafa ekki bara merkingu, heldur einnig form.
 • Rím Börnin para saman þær myndir sem ríma. Rím dregur athygli barnsins að hljóðasamsetningu orðsins og örvar þannig vitund barnsins fyrir því að orð hafa ekki bara merkingu heldur einnig form.
 • Samstöfur – í þessum þætti er ætlast til að barnið klappi (taktinn) atkvæði í hverju orði (App-el-sí-na) (Sig-val-di).
 • Samstöfur - að raða atkvæði í orðum í rétta röð, telja og klappa svo atkvæði (taktinn) í orðunum.
 • Samsett orð – er að setja saman orð og búa til úr þeim ný orð (oftast nafnorð). Sem dæmi snjór og karl= snjókarl, vörur og bíll = vörubíll. Það er mikilvægt að velta innihaldi orða fyrir sér, t.d. af hverju heitir sandkassi, sandkassi?
 • Samsett orð – para saman myndir sem og búa til orð úr myndum. Ræða orðin sem er sett saman og bullorð geta skapað skemmtilegar umræður ?
 • Hljóðgreining Barnið lærir að orð eru sett saman úr einingum sem kallast hljóð. Hljóðgreining byggir á því að þekkja hljóð í orðum. Við byrjum oft ósjálfrátt á því að ræða um hvaða staf við eigum í upphafi nafns okkar. En við þjálfum hljóðgreiningu með því að spyrja t.d. heyrist mmm í mús? Hvar heyrist mmm er það fremst eða aftast? Heyrist sss í mús? Hvar? Er það fremst eða aftast? Heyrist eitthvað annað en mmm eða sss þegar ég segi mús?
 • Hljóðgreining fyrsta hljóðSpilastokkur með 2 eins myndum af hverju, spilin sett á hvolf á borð og svo er dregið til skiptis og reynt að finna samstæðu/par. Ræða upphafsstafi. Þegar spilið er búið er farið yfir pörin og flokkuð eftir upphafsstöfum, hvað eru orðinmörg sem byrja eins? Þetta er skemmtileg aðferð til að kenna börnum að átta sig á fyrsta hljóði í orði og hvernig mörg orð geta haft sama hljóð fremst.
 • Hljóðgreining fyrsta hljóð Teningaspil. Skrifa 6 bókstafi á tening og hafa myndir sem byrja á sömu stöfum. Börnin kasta teningnum og finna samsvarandi myndir við stafinn sem kom á teningnum.
 • Hljóðgreining síðasta hljóð - Spilastokkur með 2 eins myndum af hverju, spilin sett á hvolf á borð og svo er dregið til skiptis og reynt að finna samstæðu/par. Ræða endastafi. Þegar spilið er búið er farið yfir pörin og flokkuð eftir endastöfum, hvað eru orðin mörg sem enda eins? Þetta er skemmtileg aðferð til að kenna börnum að átta sig á síðasta hljóði í orði og hvernig mörg orð geta haft sama hljóð aftast.
 • Hljóðflokkun er hæfileikinn til að geta flokkað saman orð eftir sama upphafshljóði. Barninu er kennt að mismunandi orð geta haft sama upphafshljóð. Gott að leyfa barninu að leika sér með orð sem byrja á sama upphafshljóði.
 • Orðhlutaeyðing er andstæðan við að setja saman orð, þegar barnið er búið að átta sig að hægt er að setja saman orð er jafn mikilvægt að átta sig á að það er hægt að taka orð í sundur. Hér er hægt að nota myndir og setja saman og spyrja t.d. hvaða orð verður eftir ef við tökum snjór af snjó-karl? Hvað orð verður eftir ef við tökum tennur af tann-bursti? Hér er hægt að notast við öll samsett orð.
 • Hljóðtenging byggir á því að geta heyrt og aðgreint einstök hljóð og tengt þau saman í orð. Barnið þarf að læra að hægt er að tengja saman hljóðakeðjur og búa til orð sem hafa merkingu. Hljóðlestur byggir á þessum hæfileika, að geta tengt eitt hljóð við annað. Dæmi: hlustaðu vel, hvaða orð er ég að segja: íííí – ssss? Bíða og leyfa barninu að hugsa endurtaka ef barnið áttar sig ekki… í upphafi er gott að byrja með stutt orð (2 stafir) og bæta svo við staf og staf eftir því sem getan eykst.
 • Hljóðtenging byggir á því að geta heyrt og aðgreint einstök hljóð og tengt þau saman i orð. Hér er leikur með myndir í poka. Barnið dregur mynd úr poka, reynir að segja/finna upphafshljóðið og festir það með klemmu við viðeigandi bókstaf.
 • Hljóðtenging – það sem þarf er fullt af bókstöfum. Börnin búa til orð úr stöfunum og skrifa þau niður. Þetta er skemmtileg aðferð til að kenna börnum hvernig hægt er að tengja saman hljóð til að mynda orð.

Fleiri hugmyndir til að styrkja hljóðkerfisvitund og boðskiptafærni barna.

 • Myndalottó Markmið: að styrkja hlustun, að þjálfa boðskiptafærni, að auka orðaforða, að nota einfaldar setningar, að kenna litaheiti og að vekja áhuga á stöfum.
 • Að raða upp sögum Markmið: að auka orðaforða, að raða myndirnar upp i rétta röð (frá vinstri til hægri) miðað við atburðarás, að segja frá. Myndasögur sem sýna tiltekna atburðarás er gott að skoða og æfa með því lestraráttina.
 • Að raða upp sögum (draga úr pokanum) Markmið: að auka orðaforða, að raða myndirnar upp i rétta röð (frá vinstri til hægri) miðað við atburðarás, að segja frá. Myndasögur sem sýna tiltekna atburðarás er gott að skoða og æfa með því lestraráttina.
 • Rím, þulur og vísur Að vekja athygli barnanna á hljómfalli málsins og auka þannig heyrnaminni og notað til að styrkja hljómvitund. Hljómfallið er grunnur þess að greina mál og orð, samstöfur og hljóð, sem aftur er undirstaða þess að umbreyta talmáli i skrift og öfugt.
 • Stafaleikur Að para saman upphafsstafi við lágstafi og mynd. Þannig er hægt að æfa sig við að tengja saman mynd og bókstaf.
 • Stafaleikur Að para saman upphafsstafi við lágstafi.
 • Stafaleikur Að para saman upphafsstafi við mynd. Þegar barnið hefur dregið mynd úr pokanum segir það til um fyrsta hljóð í viðkomandi orði og festa klemmu með viðeigandi bókstaf.
 • Stafaleikur teikna, klippa út og raða upp stafi til að mynda orð (t.d. nafn barna). Æfir einnig fínhreyfingar.
 • Samstæðuspil Að para saman myndir við orð. Nokkrum myndspjöldum og samsvarandi orðaspjöldum er raðað á hvolf og borð. Börnin snúa tveim spjöldum við i senn og ef einhver fær samstæðu er hún tekin til hliðar.
 • Ritleikur - æfingar til að æfa grip, styrk og hreyfigetu handar og líka samhæfingu sjónar og handa. Einnig æfa sig í að koma skriftinni fyrir í afmörkuðum reitum. Hjálparspjald fyrst með hjálparlínum til að æfa staðsetningu bókstafanna á línu.
 • Sögumaður Frásagnaæfingar. Eitt barn kastar söguteningum og síðan er spunnin saga út frá myndunum. Frásögnin er skrifuð á spjald sem allir sjá og hvert orð sagt skýrt um og það er skrifað. Síðan má halda áfram með hverja setningu, telja orðin, velja lengsta og stysta orðið, leita að tiltektum bókstaf í textanum og draga hring um hann. Finna samsett orð. Taka samsett orð í sundur. Vinna með fortíð, nútíð og framtíð.
 • Örsögur Markmið: að þjálfa hlustunarskilning, söguuppbyggingu og frásagnarhæfni, að auka orðarforða, virkja málnotkun og dýpka málskilning barna en einnig að örva og auka hæfni barna til tjáningar. Börnin eru spurð spurninga út frá örsögum og með því fá þau tækifæri til að prófa ný orð og bæta orðaforða.

Leggja áherslu á að hlusta- muna - geyma og segja frá.

Boðskiptafærni æfist með öðrum, í fjölmörgum athöfnum daglegs lífs, að læra að tillit til annarra, bíða eftir að röðin komi að sér, fara eftir reglum og að skiptast á. Þegar við æfum boðskiptafærni, förum við í gegnum margar tilfinningar sem þarf að læra að þekkja og geta sett orð á líðan og útskýrt hvernig það birtist.

Tilfinningar – allar tilfinningar eiga rétt á sér, mikilvægt er að börn geti sett orð á tilfinningar sínar. Þetta er hægt að vinna einslega og í litlum hópi, heima er um að gera að ræða þegar tækifæri gefast. Hafa myndir sem sýna og hægt er að velja og ræða, hvernig tilfinning er þetta? Hefur þér liðið svona? Hvenær líður okkur svona? Hvernig líður mér í maganum þegar mér líður svona? Þegar búið er að ræða tilfinning að hengja upp og hafa í hæð barnanna svo að þau geti haldið áfram umræðunni eða bent á þegar þeim líður svona. Einnig ræða hvað sé hægt að gera til þess að líða betur (ef það er svoleiðis) eða hvað gerist þegar manni líður vel?'

Ég vona að þessar hugmyndir komi að góðum notum,

Elsa María.