news

Þorrablót, Þorrahefðir, Þorralög í leikskólanum

11 Jan 2023

Þorrinn er á næsta leiti og markar upphaf hans á Bóndadegi í janúar. Þorrinn hefst ætíð á föstudegi í 3. viku vetrar og stendur hann fram að Góu, fimmta og næstsíðasta mánuð vetrar eftir gömlu íslensku tímatali, sem er jafn framt Konudagurinn og er alltaf á sunnudagi í lok Febrúar.

Við hér í leikskólanum höldum upp á þessa hefð með því að æfa okkur að syngja og hafa það gamana. Við byrjum að æfa þorralög fljótlega í byrjun janúar, síðna búum við til höfuðföt í „stíl“ við Þorrann. Á sjálfan bóndaga blótum við, með því að syngja þorralög og borðum þorramat sem matráður leikskólans reiðir fram.

Hér á heimasíðu leikskólans undir söngtextar er að finna texta við þau þorralög sem við erum að æfa. Það eru þó ekki allar að synga allt :) að sjálfsögðu fer það eftir aldri barnanna.