news

Þróunarverkefni um Snemmbær stuðningur í leikskóla með áherslu á málþroska barna

28 Jan 2022

Í gær var haldinn kynningarfundur þróunarverkefnis um Snemmbær stuðningur í leikskóla með áherslu á málþroska barna á vegum Menntamálastofnun í samstarfi við Ásthildi Bj. Snorradóttur talmeinafræðing, fyrir alla leikskóla Ísafjarðarbæjar.Hver leikskóli er með sér teymi sem munu halda utan um innleiðingu og útdeilingu á fræðslu og verkefnum innan síns leikskóla, til starfsmanna og kynningu til foreldra.Gert er ráð fyrir því að verkefnið taki 1 til 1 1/2 ár í vinnslu og endar á útgáfuhófi þar sem gefinn verður út handbók sem er sérsniðinn að hverjum leikskóla.

Í þessu þróunarverkefni munum við líta inn á við og út á við, hvað við erum að gera vel og hvað við getum gert betur til að styðja sem best við börn með skipulagða snemmtæka íhlutun í málþroska.Þetta verkefni kemur til með að styrkja öll börn, inngrip verður markvissara fyrir þau börn sem eru slakari af einhverjum ástæðum.Starfsfólk styrkist í starfi þar sem okkar markmið, verkferlar og efniviður sem við viljum nýta verða skýrari.

Ég vil ítreka það nú sem endranær að þið foreldrar eru mikilvægustu fyrirmyndir barnanna sinna. Gæðamálörvun í daglegu lífi er mikilvæg fyrir málþroska barnsins.Það á að vera skemmtilegt að læra málið!

Mundu að;

 • kenna barninu ný orð í umhverfinu og notaðu til þess öll skilningarvitin
 • endurtaka það sem barnið segir
 • vertu viss um að hafa athygli barnsins áður en þú talar við það – nefndu nafn þess
 • tjáðu þig á fjölbreyttan hátt – rödd, svipbrigði og bendingar
 • settu orð á allar athafnir alltaf- notaður einföld orð og endurtaktu
 • bættu við það sem barnið segir- umorðaðu og útvíkkaðu
 • notið opnar spurningar sem leiða til samtals – varið ykkur á spurningum sem geta gefið „bara“ já eða nei svar
 • gefið barninu tóm til umhugsunar stundum þarf að gefa nokkrar sekúndur – munið augnsamband og athygli á barninu.
 • hrósaðu – barninu fyrir að tjá sig og endurtaktu rétt, án þess að benda á mistök

Ef að þið hafið áhyggjur af einhverjum toga er velkomið að leita til mín, annaðhvort á skrifstofuna mína á Torfnesi eða á netfangið elsath@isafjordur.is

 • Með bjartsýniskveðju,
 • Elsa María.