news

Vináttuverkefni barnaheilla - gegn einelti.

09 Nóv 2020

Kæru foreldrar.

Við kynnum til leiks á degi gegn einelti sem er í dag -Vináttuverkefni barnaheilla – gegn einelti sem leikskólinn er að fara að vinna með. Allir starfsmenn skólans eru að fara á námskeið fimmtudaginn 12.11. hjá Barnaheill í gegnum fjarfund.

Leikskólinn hefur fjárfest í kennsluefni og Foreldrafélag leikskólans hefur gefið öllum nemendum skólans að gjöf lítinn bangsa sem verður geymdur í leikskólanum. Ég vil nota tækifærið og þakka Foreldrafélaginu kærlega fyrir. Í kennsluefninu er stór bangsi sem heitir Blær og eru litlu hjálparbangsarnir táknmynd um traust og vináttu og er ætlaðir til að minna börnin á að passa upp á aðra og vera góður félagi allra.

Vináttuverkefnið er ætlað kennurum, börnum og foreldrum. Þátttaka foreldra í að skapa góða samskipti á meðal barna er mjög mikilvæg. Í leikskólanum verður sett upp veggspjald með ráðum til foreldra um góð samskipti og vináttu sem þið ræðið heima. Þið fáið líka sendan reglulega póst með upplýsingum um verkefnið og það sem er verið að vinna með hverju sinni.

Ég hlakka til samstarfs við ykkur kæru foreldrar um þetta góða verkefni með því að hefja strax forvarnarstarf bæði heima og í leikskólanum með góðum skólabrag, jákvæðum samskiptum, með virðingu og vinsemd fyrir fjölbreytileikanum í nemendahópnum að leiðarljósi.

Nánari upplýsingar um verkefnið eru í meðfylgjandi bréfi.bréf til foreldra-vinátta.docxbréf til foreldra-vinátta.docx

Með vináttukveðju,leikskólastjóri.