Velkominn í leikskólann

Leikskólinn Sólborg var tekinn í notkun 1 febrúar 1998. Þá voru sameinaðir tveir leikskólar Hlíðarskjól og Skólaskjól. Arkitekt leikskólans er Elísabet Gunnarsdóttir og landlagsarkitekt Áslaug Traustadóttir. Verktakar voru Eiríkur og Einar Valur hf.

Í leikskólanum Sólborg eru fjórar deildir Bót, Dokka, Krókur og Naust. Þær bera nöfn eftir gömlum staðarnöfnum á Ísafirði. Þær er aldursskiptar þ.e. tvær yngri og tvær eldri. Öll börn á Ísafirði klára svo sína leikskólagöngu í leikskólanum Tanga sem er við Austurveg,í húsnæði Tónlistarskólans.