news

Starfsfólk Sólborgar í námsferð til Helsinki Finnlandi

28 Maí 2019

Miðvikudaginn 29. maí lokar leikskólinn kl 15.00 og er lokaður fram á þriðjudaginn 4. júní vegna námsferðar leikskólastarfsfólks.

Ferðinni er heitið til Helsinki Finnlandi. Þar munum við heimsækja þrjá leikskóla í úthverfum Helsínki sem starfa í anda Reggio Emila í bland við útinám, listsköpun eða Montissori. Einnig heimsækjum við eyjuna Suomenlinn, þar sem við förum á námskeið og í vinnustofu hjá umhverfislistamanni og uppeldisfræðing sem mun kynna og kenna okkur sitthvað um listsköpun með börnum í náttúrunni og hvernig við getum unnið með náttúruna og listina án þess að skaða hana eða skilja eftir teljandi vistspor.

Hér fyrir neðan getið þið farið inn á heimasíður leikskólanna sem við heimsækjum.

Leikskólinn í Vantaa:

https://pikkuemilia.fi/

Leikskólinn í Tuusula:

https://www.pilkepaivakodit.fi/paivakodit/tuusula/

Leikskólinn í Ruusu

https://www.hel.fi/varhaiskasvatus/fi/paivakodit/ruusu

Hér er heimasíða þeirra sem sjá um námskeiðið okkar og vinnustofu:

http://www.naturearteducation.org/