news

Dagur leikskólans 6.febrúar 2024

05 Feb 2024

Dagur leikskólans er haldin hátíðlegur 6.febrúar ár hvert. Þetta er merkisdagur í sögu leikskóla því það var á þessum degi árið 1950 sem frumkvöðlar leikskólakennara stofnuðu fyrstu samtök sín. Haldið er upp á daginn til að vekja athygli á því frábæra námi og starfi sem fram fer í leikskólum landsins.

Við ætlum að halda upp á daginn með því að nemendum er boðið að fara í heimsóknir á milli deilda frá 8.30 - 9.30. Eftir ávaxtatíma er hópastarf og útinám. Leikskólastjóri mun fara á milli deilda og taka myndir af broti af því frábæra starfi sem fram fer í leikskólanum og mun setja það inn á fésbókarsíðuna okkar. Í kaffitímanum verður boðið upp á brauð og svo sólarpönnukökur enda sást sólinn hér í síðustu viku. Meðfylgjandi er myndband sem er lýsandi fyrir starfið okkar, þó það séu nokkur ár síðan það var tekið, njótið vel. Í leikskóla er og á að vera gleði og gaman.........kær kveðja, Helga leikskólastjóri.